Alls 243 frambjóðendur af þeim 318 sem þátt tóku í prófkjörum vegna alþingiskosninganna í vor höfðu í gær skilað Ríkisendurskoðun upplýsingum um kostnað af prófkjörsbaráttu sinni.
Nokkrir hafa verið að skila inn upplýsingum nú í vikunni en formlegur frestur rann út sl. sunnudagskvöld. 75 eiga eftir að skila inn pappírum.
„Heimturnar eru ekki sem skyldi,“ sagði Lárus Ögmundsson, skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun.