Ágreiningur í skattamálum - óska eftir fundi með stjórnvöldum

Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson í Karphúsinu.
Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson í Karphúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Samn­inga­nefnd ASÍ fagn­ar því að tek­ist hef­ur að verja kjara­samn­ing­inn og treyst­ir því að ásætt­an­leg niðurstaða ná­ist um fram­hald stöðug­leika­sátt­mál­ans. Á fundi stjórn­ar Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í gær­kvöld var ákveðið að kjara­samn­ing­ar á al­menn­um vinnu­markaði skyldu fram­lengd­ir til nóv­em­ber­loka 2010. Því mun koma til um­sam­inna launa­breyt­inga 1. nóv­em­ber n.k. og 1. júní 2010.

Fram kem­ur á vef SA að sam­tök­in geti ekki fall­ist á ákveðin atriði í fyr­ir­liggj­andi drög­um að yf­ir­lýs­ingu for­sæt­is- og fjár­málaráðherra, fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar, um fram­gang stöðug­leika­sátt­mál­ans. Ágrein­ing­ur sé í skatta­mál­um og hafi verið óskað eft­ir áfram­hald­andi viðræðum við rík­is­stjórn­ina um þau. SA leggi áherslu á að þær viðræður hefj­ist sem allra fyrst.  

Samn­inga­nefnd ASÍ og stjórn SA funduðu fram á nótt í gær til að ná niður­stöðu. Á vef ASÍ kem­ur fram að á loka­metr­un­um hafi tek­ist að ein­angra ágrein­ing við rík­is­stjórn­ina við eitt atriði yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna fram­gangs stöðuleika­sátt­mál­ans. Sam­tök­in hafi þegar óskað eft­ir viðræðum við rík­is­stjórn­ina í dag til að út­kljá þenn­an ágrein­ing, en von­ir ASÍ standi til að or­sök­in sé aðallega vegna fjar­veru ráðherra og tíma­skorts.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert