Ágreiningur í skattamálum - óska eftir fundi með stjórnvöldum

Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson í Karphúsinu.
Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson í Karphúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Samninganefnd ASÍ fagnar því að tekist hefur að verja kjarasamninginn og treystir því að ásættanleg niðurstaða náist um framhald stöðugleikasáttmálans. Á fundi stjórnar Samtaka atvinnulífsins í gærkvöld var ákveðið að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skyldu framlengdir til nóvemberloka 2010. Því mun koma til umsaminna launabreytinga 1. nóvember n.k. og 1. júní 2010.

Fram kemur á vef SA að samtökin geti ekki fallist á ákveðin atriði í fyrirliggjandi drögum að yfirlýsingu forsætis- og fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, um framgang stöðugleikasáttmálans. Ágreiningur sé í skattamálum og hafi verið óskað eftir áframhaldandi viðræðum við ríkisstjórnina um þau. SA leggi áherslu á að þær viðræður hefjist sem allra fyrst.  

Samninganefnd ASÍ og stjórn SA funduðu fram á nótt í gær til að ná niðurstöðu. Á vef ASÍ kemur fram að á lokametrunum hafi tekist að einangra ágreining við ríkisstjórnina við eitt atriði yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna framgangs stöðuleikasáttmálans. Samtökin hafi þegar óskað eftir viðræðum við ríkisstjórnina í dag til að útkljá þennan ágreining, en vonir ASÍ standi til að orsökin sé aðallega vegna fjarveru ráðherra og tímaskorts.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka