ASÍ: Ekki viðunandi grunnur

Skrifað undir stöðugleikasáttmálann í sumar.
Skrifað undir stöðugleikasáttmálann í sumar.

Alþýðusam­band Íslands seg­ir, að yf­ir­lýs­ing for­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra um stöðug­leika­sátt­mál­ann sé ekki viðun­andi grunn­ur und­ir áfram­hald­andi sam­starfi. Óskað hafi verið eft­ir viðræðum við stjórn­völd til þess að freista þess að jafna þessa deilu.

Í yf­ir­lýs­ingu frá ASÍ seg­ir, að  í viðræðum gær­dags­ins um fram­leng­ingu kjara­samn­inga og framtíð stöðuleika­sátt­mál­ans hafi komið upp nokkuð flók­in staða á síðustu metr­um viðræðnanna þegar óvænt út­spil rík­is­stjórn­ar­inn­ar leit dags­ins ljós.

„Ljóst er að aðilar höfðu náð veru­lega langt í að jafna ágrein­ing sem uppi var og tek­ist að ein­angra deil­una við eitt til­tekið efn­is­atriði. Ef­ast er um vilja rík­is­stjórn­ar­inn­ar til þess að setj­ast að raun­veru­leg­um viðræðum við aðila vinnu­markaðar­ins um end­ur­skoðun á áform­um um nýja orku-, auðlinda- og um­hverf­is­skatta – áform­um sem sett hafa ný­fjár­fest­ing­ar í veru­lega óvissu á þess­um viðsjár­verðu tím­um. Mik­il­vægt er að hafa í huga að skýr vilji hef­ur komið fram af hálfu at­vinnu­lífs­ins til þess að axla þessa skatt­byrði með öðrum hætti, m.a. til­lög­um um hækk­un á at­vinnu­trygg­inga­gjaldi til þess að standa und­ir kostnaði við At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð og eft­ir at­vik­um aðra skatt­heimtu þannig að heild­ar­skatt­tekj­ur rík­is­sjóðs og sveit­ar­fé­laga rask­ist ekki. Veru­lega skort­ir á að vilji rík­is­stjórn­ar­inn­ar komi fram í þeirri yf­ir­lýs­ingu sem rík­is­stjórn­in sendi frá sér í dag og voru full­trú­ar ASÍ sam­mála um að fram­lögð til­laga gangi ekki að óbreyttu," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Þá sé jafn­framt mat ASÍ að við þess­ar aðstæður í efna­hags- og at­vinnu­lífi sé ekki rétti tíma­punkt­ur­inn til þess að gera mikl­ar um­bylt­ing­ar í skatta­mál­um, m.a. vegna breyttra áherslna í um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um. Slík­ar breyt­ing­ar þurfi ein­fald­lega meiri und­ir­bún­ing og aðlög­un til þess að koma í veg fyr­ir óæski­leg áhrif á nýj­ar ákv­arðanir um fjár­fest­ing­ar í at­vinnu­upp­bygg­ingu.

„Á þeirri for­sendu lít­ur samn­inga­nefnd ASÍ ekki á yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um fram­gang stöðug­leika­sátt­mál­ans sem ásætt­an­leg­an grunn fyr­ir áfram­hald­andi sam­starfi," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert