Erlendir bankar með áhuga á Íslandi

Gylfi Magnússon á blaðamannafundi síðdegis.
Gylfi Magnússon á blaðamannafundi síðdegis. mbl.is/Golli

Gylfi Magnús­son, viðskiptaráðherra, seg­ir nokkuð góðar lík­ur á því að nýtt fjár­magn fari að leita til Íslands í kjöl­farið á end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar Íslands með Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Kveðst hann þekkja til er­lendra fyr­ir­tækja í fjár­mála­geir­an­um sem hafi áhuga á fjár­fest­ing­um hér á landi í kjöl­farið, en hann var spurður hverj­ar lík­urn­ar væru á því að er­lent fjár­magn vildi leita hingað til lands í bráð.

Gylfi vildi ekki gefa upp hvaða fyr­ir­tæki þetta væru, en gaf í skyn að það væru bank­ar eða spari­sjóðir.

Fram kom í máli Gylfa á blaðamanna­fundi nú fyr­ir stundu, að sam­starfið við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn muni lengj­ast fram til maí 2011 í stað þess að ljúka í nóv­em­ber á næsta ári eins og upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir. Gylfi seg­ir áhrif þessa fyrst og fremst vera að tefja allt ferlið. Ef þessi fyrsta end­ur­skoðun, sem lauk í dag, hefði gengið í gegn fyrr hefðu þegar verið tek­in skref í þá átt að af­nema gjald­eyr­is­höft­in. Hins veg­ar breyti þessi seink­un ekki miklu í hinu stóra sam­hengi hlut­anna. Áætl­un­in fær­ist eitt­hvað inn í í framtíðina en ekki svo mikið sem seink­un þess­ar­ar end­ur­skoðunar nem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert