Biskup Íslands hefur boðið sr. Gunnari Björnssyni starfslokasamning kjósi hann að láta af störfum nú þegar. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að í bréfi, sem biskupsembættið sendi Gunnari, séu honum boðin laun út skipunartímann, í 31 mánuð, auk lögmannskostnaðar. Samtals sé um að ræða rúmar 20 milljónir króna.
Í bréfinu kemur fram, að Gunnari hafi fengið þetta boð í lok september en þá hafnað því. Í kjölfarið ákvað biskup að færa sr. Gunnar til í starfi frá Selfossi í embætti sérþjónustuprests. Boðið um starfslokasamning mun þó standa enn.