Helgi Hjörvar verður forseti

Helgi Hjörvar.
Helgi Hjörvar. Ómar Óskarsson

Helgi Hjörvar alþingismaður verður næsti forseti Norðurlandaráðs. Þetta var niðurstaðan eftir fundi gærdagsins á þingi ráðsins sem nú er haldið í Stokkhólmi. Röðin er komin að Íslandi hvað varðar formennsku í ráðinu.

Í Norðurlandaráði sitja 87 þjóðkjörnir fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð auk fulltrúa Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Starf Norðurlandaráðs fer fram í nefndum og flokkahópum. Síðast var þing ráðsins haldið hér 2005.

Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert