Nútímahúsmæður læra til verka

Aðsóknin í Hússtjórnarskólann í Reykjavík hefur aldrei verið meiri en 24 stúlkur stunda þar nú nám. Meðal námsgreina er eldamennska, útsaumur, bakstur, prjón og skúringar en kunnátta í þessum fögum kemur sér vissulega vel, ekki síst á krepputímum.

Að sögn Margrétar Sigfúsdóttur skólastýru óska flestar stúlkurnar eftir því að læra betur til verka á ofangreindum sviðum. Margar stelpnanna vilja einnig prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt, og eru þær sammála um að mikið sé að sækja í viskubrunn kennaranna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert