Segja bæjarstjórnina hafa gefist upp

Álftanes.
Álftanes. www.mats.is

Bæjarfulltrúar Álftaneshreyfingarinnar segja, að nýr meirihluti í bæjarstjórninni hafi gefist upp við að leysa fjárhags- og rekstrarmál sveitarfélagsins og  ákveðið að leita ásjár eftirlitsnefndar sveitarfélaganna.

Bæjarstjóri hafi á óformlegum fundi í gær, óskað  í umboði meirihlutans, eftir samþykki annarra bæjarfulltrúa fyrir því að á dagskrá boðaðs bæjarstórnafrundar í dag yrði bætt við dagskrármáli þar sem meirihlutinn mundi kynna tillögu um aðkomu eftirlitsnefndarinnar að málefnum sveitarfélagsins.

Bæjarfulltrúar Á-lista segjast hafa talið eðlilegra að málið yrði á dagskrá sérstaks fundar sem auglýstur væri með hefðbundnum hætti þannig að íbúar ættu kost á að fylgjast með umræðunni um svo veigamikið mál fyrir framtíð sveitarfélagsins.

„Álftaneshreyfingin telur að þrátt fyrir mjög þunga fjárhagsstöðu sem skýrist annarsvegar af áhrifum gengishruns á fjárhag sveitarfélagsins og hinsvegar því að eigin fjárstaða sveitarfélagsins var veik fyrir, vegna áralangrar vanrækslu D-listans, þá muni sveitarfélagið vinna sig frá þessum vanda ef ríkisvaldið viðurkennir réttmætar kröfur þess um aðkomu að eðlilegri gengisleiðréttingu og leiðréttingu á greiðslum frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem gerð hefur verið krafa um," segir í tilkynningu frá Á-lista.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert