Vilja yfirtaka Vegagerð og flugvöll

Egilsstaðir. Flugvöllurinn er fremst á myndinni.
Egilsstaðir. Flugvöllurinn er fremst á myndinni. mbl.is/GSH

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir því við samgönguyfirvöld að sveitarfélagið taki að sér rekstur Vegagerðar ríkisins á Austurlandi og Egilsstaðaflugvallar. 

Þetta var samþykkt í ljósi umræði um niðurskurð á ýmsum þjónustuþáttur ríkisstofnana í fjórðungnum þar sem sparnaður er yfirlýst markmið. Á Fljótsdalshéraði líta menn svo á að skert þjónusta geti haft áhrif framtíðaruppbyggingu og þróun innan svæðisins. Var það sjónarmið meðal annars rætt á fundi sveitarstjórnarmanna á fundi í dag með þingmönnum Norðausturkjördæmis.

Á Héraði er einnig tekið undir sjónarmið Félags lögfræðinga á Norður- og Austurlandi sem mótmælir og varar við hugmyndum um sameiningu og og að lagðar verði af ýmsar stofnanir, svo sem embætti héraðsdómstólum, sýslumanna og skattstjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert