Ævisaga Snorra Sturlusonar komin út

Stytta Snorra Sturlusonar stendur í Reykholti
Stytta Snorra Sturlusonar stendur í Reykholti mbl.is/Golli

Snorri - ævisaga Snorra Sturlusonar (1179 - 1241) kom út í dag og var boðað til útgáfufagnaðar í Þjóðmenningarhúsinu, en höfundurinn, Óskar Guðmundsson, hefur unnið að verkinu í mörg ár. Er þetta fyrsta heildarævisaga Snorra, manns sem setti meira mark á Íslandssöguna og menningarsögu Vestu-Evrópu en flestir aðrir einstaklingar.

Þetta er mikið verk, rúmar 500 síður; saga mikilhæfs og stórauðugs manns sem þurfti að kljást við konunga í útlöndum, höfðingja heima fyrir, börnin sín og breyskleika sína. Hann barðist við heiminn á sínum tíma, en sigraði hann með bókmenntum. Það er JPV forlag sem gefur ævisögu Snorra út.

Óskar Guðmundsson hefur verið búsettur á sama stað og Snorri Sturluson lifði og þar sem hann lét lífið, í Reykholti í Borgarfirði. Hann hefur dregið saman fjölbreytilegan fróðleik og skráð örlagasögu sem margir kannast við en fáir þekkja til hlítar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert