Almannatryggingakerfið stokkað upp

Ef nauðsynlegt reynist að skera niður útgjöld á sviði velferðarmála …
Ef nauðsynlegt reynist að skera niður útgjöld á sviði velferðarmála vegna fjármálakreppunnar, er talið mikilvægt að val leiða rekist ekki á framtíðarstefnuna í uppbyggingu kerfisins. Heiðar Kristjánsson

Und­ir­bún­ing­ur er haf­inn í fé­lags­málaráðuneyt­inu að smíði frum­varps til laga um al­manna­trygg­inga­kerfið. Verk­efn­is­stjórn um end­ur­skoðun al­manna­trygg­inga hef­ur lokið gerð skýrslu um ný­skip­an al­manna­trygg­inga, og má sjá skýrsl­una á vef Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða.
 
Lagt er til að ein­föld­un kerf­is­ins verði fram­kvæmd hið fyrsta, enda leiðir hún ekki til kostnaðar­auka, en hún bæt­ir kerfið veru­lega og eyk­ur skil­virkni þess. Framtíðar­stefn­an verði sú að hækka frí­tekju­mörk um­tals­vert eft­ir að krepp­unni lýk­ur.

Mark­mið umbreyt­ing­anna er að auka sann­girni í al­manna­trygg­inga­kerf­inu, hvetja til sparnaðar og auk­inn­ar at­vinnuþátt­töku líf­eyr­isþega, einkum ör­yrkja. Þeim mark­miðum er best talið náð með því að draga úr skerðing­um. Stefnu­mörk­un­in felst öðru frem­ur í að beita frí­tekju­mörk­um og ein­föld­un í aukn­um mæli til að ná þess­um mark­miðum.

Lögð er áhersla á að áfram verði haldið með end­ur­gerð al­manna­trygg­inga­kerf­is­ins þrátt fyr­ir tíma­bundn­ar efna­hagsþreng­ing­ar, enda þurfi ein­föld­un al­manna­trygg­inga ekki að kosta auk­in út­gjöld, held­ur geti hún leitt til sparnaðar og betri þjón­ustu með bættri skil­virkni.

Skýrsla Verk­efn­is­stjórn­ar um ný­skip­an al­manna­trygg­inga

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka