Bláfjallasvæðið þjóðlenda

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er þjóðlenda.
Skíðasvæðið í Bláfjöllum er þjóðlenda. mbl.is/Árni Sæberg

Íslenska ríkið var í Hæstarétti í dag sýknað af kröfu Reykjavíkur, Kópavogs, Seltjarnarness, Orkuveitu Reykjavíkur og tveggja einstaklinga um að felldur yrði úr gildi hluti úrskurðar Óbyggðanefndar um þjóðlendur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Bláfjallasvæðið.

Málsaðilar kröfðust þess m.a. að viðurkennt yrði að á afrétti Seltjarnarneshrepps hins forna væri engin þjóðlenda en því var hafnað. Þá var hafnað kröfum í málinu um að landamerki tiltekinna jarða væru önnur en Óbyggðanefnd ákvað með úrskurðinum. Sýknað var einnig af kröfum um viðurkenningu á eignarréttindum á svæðinu og hafnað kröfum um viðurkenningu á fullum og óheftum afnotarétti á sama svæði.

Reykjavíkurborg, Kópavogsbær og Seltjarnarnesbær byggðu kröfur sínar m.a. á því að fyrir þeirra tilstuðlan hefði stórt svæði í Bláfjöllum verið tekið til afnota fyrir almenning til útivistar. Auk þessara sveitarfélega eru níu önnur sveitarfélög í samstarfi um rekstur skíðasvæða, auk þess sem íþróttafélög hefðu hafið útivistarstarfsemi á svæðinu mun fyrr. Hæstiréttur sagði, að sveitarfélögin gætu því ekki ein og sér krafist viðurkenningar á því að þau hefðu unnið eignarrétt að öllu deilusvæðinu fyrir hefð vegna þessarar starfsemi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert