ESB-umsóknin þungbær

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason. mbl.is/Kristinn

Jón Bjarna­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, sagði á aðal­fundi Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna í dag, að hann gæti sagt það al­veg  heiðarlega og beint frá hjart­anu, að aðild­ar­um­sókn Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu hafi verið sér þung­bær svo ekki sé meira sagt.

„Ég hef þó lagt á það áherslu að sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið stæði sem best að allri vinnu sem af því er kraf­ist í aðild­ar­ferl­inu," sagði Jón.

Hann sagði að fljót­lega þurfi að skipa aðal­samn­inga­nefnd og samn­inga­nefnd­ir á fagsviðum vegna vænt­an­legra aðild­ar­viðræðna. Hans bjarg­fasta skoðun væri, að nauðsyn­legt sé að hver samn­inga­nefnd fái strax samn­ings­skil­yrði í umboð sitt til að vinna eft­ir og þau skil­yrði liggi al­gjör­lega ljós fyr­ir af hálfu sjáv­ar­út­vegs­ins. Útil­okað væri að samþykkja að þess­ar nefnd­ir verði sett­ar af stað umboðslaus­ar og þeirra eina verk­efni verði að ná bara samn­ingi.

„Ástæða þessa er auðvitað sú að komi til þess að brotni á mál­efn­um líkt og full og óskoruð yf­ir­ráð Íslend­inga yfir sín­um eig­in fiski­miðum, þá verði því mál­efni ekki ýtt til hliðar þar til síðast. Þess í stað verði feng­in niðurstaða strax um svo mik­il­væg mál­efni þannig að rík­is­stjórn, Alþingi, hags­munaaðilum og þjóðinni allri gef­ist færi á að taka af­stöðu til hversu langt eigi að ganga," sagði Jón m.a.

Ad­olf Guðmunds­son, formaður LÍÚ, sagði á fund­in­um að afstaða út­vegs­manna til aðild­ar að ESB byggi á þeim grund­vall­ar­sjón­ar­miðum að Íslend­ing­ar fari ein­ir með for­ræði yfir fiski­miðunum, hafi samn­ings­for­ræði við skipt­ingu veiðirétt­ar úr deili­stofn­um og tali eig­in máli á vett­vangi alþjóðastofn­ana. Mik­il­vægt væri að tryggja að arður af nýt­ingu auðlinda skili sér til ís­lensks sam­fé­lags.

„Ég er þess full­viss að þjóðin mun aldrei samþykkja aðild­ar­samn­ing sem fel­ur í sér af­sal á yf­ir­ráðum yfir fisk­veiðiauðlind­inni," sagði hann.

Ræða Jóns Bjarna­son­ar

Ræða Ad­olfs Guðmunds­son­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert