Flókið ferli veldur því að Íslendingar halda ekki til Manitoba

Ásta R. Jóhannesdóttir og Nancy Allen gerðu með sér samkomulag …
Ásta R. Jóhannesdóttir og Nancy Allen gerðu með sér samkomulag fyrr á þessu ári.

Vax­andi óánægja rík­ir meðal Íslend­inga og at­vinnu­rek­enda í Manitoba í Kan­ada vegna sam­komu­lags kanadískra og ís­lenskra yf­ir­valda um að menntaðir, at­vinnu­laus­ir Íslend­ing­ar fái að koma til starfa í Manitoba. Ferlið er sagt of flókið og taka of lang­an tíma.

Fyrr á þessu ári gerðu ís­lensk og kanadískt yf­ir­völd sam­komu­lag um at­vinnu­mögu­leika fyr­ir Íslend­inga í Manitoba. Sam­komu­lagið er hins veg­ar ekki enn komið til fram­kvæmda. Þetta kem­ur fram á vef CBC frétta­stof­unn­ar.

Íslend­ing­ar hafa í aukn­um mæli leitað að störf­um í Evr­ópu frem­ur en í Manitoba, þar sem ferlið sé of langt og flókið. Þetta seg­ir Giss­ur Pét­urs­son, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, í sam­tali við CBC.  Vinnu­mála­stofn­un hef­ur yf­ir­um­sjón með að kanna hæfni um­sækj­enda.

„Þetta hef­ur gengið hæg­ar en menn bjugg­ust við, og það er slæmt. Ekki síst fyr­ir þá sem eru at­vinnu­laus­ir, því tím­inn vinn­ur ekki með þeim,“ seg­ir hann.

Jón Ólafs­son, sem á arki­tekta­stofu á Íslandi, seg­ir í sam­tali við CBC að ferlið taki allt of lang­an tíma.

„Mjög menntaðir ein­stak­ling­ar og hæf­ir starfs­menn, sem bundu von­ir við að koma til Kan­ada, eru ekki að fara vegna þeirra hindr­ana sem þeir verða að kom­ast yfir,“ seg­ir hann.

Sam­komu­lag náðist í mars

Nancy All­an, ráðherra at­vinnu og inn­flytj­enda­mála í Manitoba í Kan­ada, hafði frum­kvæði að því að bjóða Íslend­ing­um vinnu tíma­bundið eða til lang­frama. Í mars gerði Ásta R. Jó­hann­es­dótt­ir, þáver­andi fé­lags­málaráðherra og All­an með sér sam­komu­lag.

Allen hét því að Íslend­ing­ar gætu fengið flýtimeðferð skv. regl­um Manitoba og Ottawa um tíma­bundið at­vinnu­leyfi er­lendra starfs­manna.

Vinnu­mála­stofn­un á Íslandi hef­ur fengið um­sækj­end­ur í viðtöl fyr­ir at­vinnu­rek­end­ur í Manitoba. Skv. sam­komu­lag­inu áttu áttu Íslend­ing­arn­ir að geta sótt um að fá var­an­leg­an rétt­indi þegar þeir höfðu unnið í sex mánuði eða leng­ur í land­inu.

Fram kem­ur á vef CBC að 43 Íslend­ing­ar telj­ist vera hæf­ir. Hins veg­ar hafi eng­inn þeirra flutt til Manitoba.

Kanadísk­ar regl­ur flækja málið

Svo virðist sem að regl­ur kanadískra stjórn­valda um tíma­bundið at­vinnu­leyfi er­lendra starfs­manna sé að tefja málið. Því áður en at­vinnu­rek­andi í Manitoba geti ráðið ein­hvern í vinnu, skv. leyf­inu, verða því fyrst að aug­lýsa störf inn­an svæðis­ins. Finn­ist eng­inn hæf­ur til að gegna starf­inu þá munu yf­ir­völd í Ottawa gefa at­vinnu­rek­end­um leyfi til að ráða er­lenda starfs­krafta.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert