Hver Íslendingur er að jafnaði hamingjusamur í 66,4 ár af ævi sinni samkvæmt nýjum útreikningum starfsmanna Erasmus háskólans í Rotterdam sem halda utan um svonefndan hamingjugagnabanka. Í aðeins einu landi, Kosta Ríka, er „hamingjuævin" lengri eða í 66,7 ár.
Í útreikningum sínum miða Hollendingarnir við lífslíkur í löndum og lífsgæði. Eru upplýsingar um 148 þjóðir í gagnabankanum.
Á eftir Kosta Ríka og Íslandi koma Danmörk og Sviss, með 65 hamingjurík ár og síðan Kanada með 64 ár. Zimbabve er í neðsta sætinu en þar geta íbúar reiknað með að lifa 12,5 hamingjurík ár á æfinni.
Listi yfir hamingjurík æviár í 148 ríkjum