„Hneyksli á Íslandi“

Norski frétta­vef­ur­inn ABC Nyheter hef­ur birt frétt, með fyr­ir­sögn­inni „Þing­hneyksli á Íslandi“, þar sem ís­lenska rík­is­stjórn­in er sögð hafa full­vissað Hol­lend­inga og Breta um að ör­ugg­ur meiri­hluti sé á Alþingi fyr­ir nýja sam­komu­lag­inu um Ices­a­ve.

Frétta­vef­ur­inn rek­ur málið allítar­lega og lýs­ir því sem „hneyksli“ að stjórn­in skuli hafa full­vissað Hol­lend­inga og Breta um að næg­ur stuðning­ur sé við sam­komu­lagið þótt málið hafi ekki verið af­greitt á þing­inu.

Frétta­vef­ur­inn hef­ur eft­ir heim­ild­ar­mönn­um sín­um á Íslandi að gert sé ráð fyr­ir því að Ögmund­ur Jónas­son, fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, fall­ist á nýja sam­komu­lagið. „Ég hef mikl­ar áhyggj­ur, en er ekki til­bú­inn til að kom­ast að niður­stöðu ennþá,“ hef­ur frétta­vef­ur­inn eft­ir Ögmundi.

Frétt ABC

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert