Hver bendir á annan í Icesave

Mark Flanagan.
Mark Flanagan.

Mark Flanag­an, full­trúi Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins í mál­efn­um Íslands, sagði á blaðamanna­fundi í Washingt­on í dag að töf­in á end­ur­skoðun á efna­hags­áætl­un Íslands tengd­ist óbeint deil­unni við Breta og Hol­lend­inga um Ices­a­ve. Sjóður­inn hefði verið að bíða eft­ir lausn þeirr­ar deilu vegna þess að aðrir lán­veit­end­ur, Norður­lönd­in, hefðu viljað sjá lausn þeirr­ar deilu áður en þau veittu sín lán.

„Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hef­ur aldrei sett form­legt skil­yrði fyr­ir því að Ices­a­ve-deil­an verði leidd til lykta. Aldrei. Það hef­ur aldrei verið hluti af form­leg­um skil­yrðum okk­ar fyr­ir áætl­un­inni,“ sagði Flanag­an. „Áhrif Ices­a­ve á tíma­setn­ingu end­ur­skoðun­ar­inn­ar voru óbein, tengd­ust al­mennri fjár­mögn­un áætl­un­ar­inn­ar. Vegna þess að aðrir lán­ar­drottn­ar settu þetta sem skil­yrði þurft­um við að bíða þar til skil­yrðunum yrði full­nægt,“ bætti Flanag­an við. Hann sagði ekk­ert um hvaða lán­ar­drottn­ar settu þetta skil­yrði.

Þetta stang­ast al­ger­lega á við þær upp­lýs­ing­ar sem Jón Sig­urðsson, formaður samn­inga­nefnd­ar Íslands um gjald­eyr­is­lán, gaf í ág­úst þegar Ices­a­ve-frum­varpið fór í gegn­um Alþingi. Þá sagði Jón:

„Aðal­út­borg­un­ar­skil­yrði nor­rænu lán­anna er samþykkt end­ur­skoðunar fram­kvæmda­stjórn­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á fram­vindu ís­lensku efna­hags­áætl­un­ar­inn­ar.“ Þetta skil­yrði væri bundið í lána­samn­ing­ana við Norður­lönd­in fjög­ur og jafn­framt yrði sams­kon­ar ákvæði í samn­ingn­um við Pól­verja um lána­fyr­ir­greiðslu. „Ég tel að næsta skref sé að end­ur­skoðunin verði bor­in upp í fram­kvæmda­stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og þegar hún hef­ur verið samþykkt, þá er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að draga á þessi lán,“ sagði Jón þá.

Það er því ljóst að hver bend­ir á ann­an þegar Ices­a­ve-málið er nefnt í tengsl­um við áætl­un Íslands með AGS.

Fram­kvæmda­stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins samþykkti í gær að veita Íslandi aðgang að öðrum hluta lána­fyr­ir­greiðslu sjóðsins upp á 168 millj­ón­ir doll­ara, um 20,6 millj­arða króna. End­ur­skoðunin á efna­hags­áætl­un­inni tafðist um rúmt hálft ár.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert