Í mál vegna World Class

Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík.
Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík. Morgunblaðið/ Árni Sæberg

Straumur fjárfestingarbanki hyggst höfða mál gegn Þreki, rekstrarfélagi World Class, vegna sölu á rekstri líkamsræktarstöðvanna hér á landi til Lauga ehf. í september sl., en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, eiginkonu hans.

Er bankinn ósáttur við að verðmæti hafi verið færð til með þessum hætti, en Straumur á kröfu á Þrek Holding vegna yfirtöku þess félags á rekstri líkamsræktarstöðva í Danmörku á árinu 2006.

Björn segir að söluverð rekstrar WC til Lauga sé trúnaðarmál. Hann hafnar þó kennitöluflakki. Laugar hafi alltaf verið eigandi allra tækja meðan Þrek hafi verið rekstrarfélag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka