Eftir að ljós var að Helgi Hjörvar yrði frambjóðandi Íslands í starf forseta Norðurlandaráðs ákvað Siv Friðleifsdóttir að vera varaforsetaefni hans. Skömmu fyrir fund Norðurlandaráðs barst Helga tilkynning frá Siv þar sem hún dró framboð sitt til varaforseta til baka.
Þar með var Íslandsnefndin sett í þá stöðu að finna nýjan varaforseta. Haldinn var fundur síðastliðinn mánudag úti í Stokkhólmi. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tæki slaginn.
Um þessi pólitísku átakamál er nánar fjallað í Morgunblaðinu í dag.