Stutt er síðan Landhelgisgæslan fékk til umráða nýja eftirlits- og leitarflugvél en efnahagsástandið er svo bágborið að verið er að leita að tilboðum í leiguverkefni fyrir vélina í útlöndum.
Farið var með vélina í kynningarferðir til Færeyja og Skotlands þar sem yfirmenn bæði björgunar- og varnarmála fengu að kynnast möguleikum þessarar vélar.
Samkvæmt heimildum mbl.is mun einnig vera unnið að því að finna verkefni fyrir flugvélina sunnar í Evrópu og jafnvel Afríku.