Prestur fær dæmdar bætur

Sr. Sigríður Guðmarsdóttir.
Sr. Sigríður Guðmarsdóttir.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt ís­lensku þjóðkirkj­una til að greiða sr. Sig­ríði Guðmars­dótt­ur rúm­lega 1,6 millj­ón­ir króna í bæt­ur en talið var að jafn­rétt­is­lög hefðu verið brot­in þegar skipað var í embætti sendi­ráðsprests í Lund­ún­um árið 2003. 

Hæsta­rétt­ur hafði áður kom­ist að þeirri niður­stöðu, að kirkj­an bæri skaðabóta­ábyrgð gagn­vart Sig­ríði vegna stöðuveit­ing­ar­inn­ar.

Sig­ríður sótti um embætti sendi­ráðsprests og karl­maður sótti einnig um stöðuna og fékk. Var það í sam­ræmi við niður­stöðu sér­stakr­ar hæfis­nefnd­ar. 

Sig­ríður leitaði til jafn­rétt­is­nefnd­ar þjóðkirkj­unn­ar og komst nefnd­in að þeirri niður­stöðu að við val á presti í embættið hefði jafn­rétt­isáætl­un kirkj­unn­ar ekki verið virt.  Sig­ríður höfðaði síðan mál gegn bisk­upi Íslands fyr­ir hönd ís­lensku þjóð­kirkj­unn­ar og krafðist viður­kenn­ing­ar á skaðabóta­skyldu.

Hæstirétt­ur komst að þeirri niður­stöðu í nóv­em­ber 2006, að Sig­ríður hefði sýnt fram á að hún hefði verið jafn­hæf eða hæf­ari karl­in­um til að gegna embætti sendi­ráðsprests í London.  Þar sem eng­in kona hafi gegnt prests­starfi er­lend­is hefði kirkj­an þurft að sýna fram á að aðrar ástæður en kyn­ferði hafi legið til grund­vall­ar þeirri ákvörðun að skipa karl­inn í embættið.  Þar hefði þjóðkirkj­unni ekki auðnast. Taldi Hæstirétt­ur að nægi­leg­ar lík­ur hefðu verið leidd­ar að því að Sig­ríður hefði orðið fyr­ir fjár­hagstjóni sem þjóðkirkj­an i bæri skaðabóta­ábyrgð á.

Í kjöl­farið höfðaði Sig­ríður skaðabóta­mál gegn þjóðkirkj­unni  og krafðist  mis­mun­ar þeirra kjara, sem Sig­ríður naut sem sókn­ar­prest­ur í Graf­ar­holtsprestakalli og þeirra sem hún hefði notið sem sendi­ráðsprest­ur í London. Féllst héraðsdóm­ur á þá kröfu í dag.  Aðal­krafa Sig­ríðar hljóðaði upp á 14,8 millj­ón­ir, þ.e. mis­mun launa auk staðar­upp­bót­ar og húsa­leigustyrks. Á það var ekki fall­ist held­ur á vara­kröf­una, 1,64 millj­ón­ir sem var óum­deild­ur mis­mun­ur á lan­un­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert