Söngskemmtun sjónvarpað

Kristján Jóhannsson skemmti íbúum á dvalarheimilinu Grund með léttri söngdagskrá í dag. Ásamt Kristjáni komu fram þau Þóra Einarsdóttir, Gissur Páll Gissurarson og Markó Beluzzi sem lék undir á píanó.

Á efnisskránni voru íslensk sönglög sem og erlendar perlur úr óperubókmenntunum. Viðburðinum var einnig sjónvarpað í innanhúskerfinu á Grund svo að sem flestir gætu notið söngskemmtunarinnar.

Kristján er nú búsettur á Íslandi og mun dvelja hér næstu tvö árin. Hann hyggst halda upp á að þrjátíu ár eru liðin frá því að hann söng fyrst í óperu með veglegum tónleikum í Háskólabíói í lok nóvember. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert