Söngskemmtun sjónvarpað

00:00
00:00

Kristján Jó­hanns­son skemmti íbú­um á dval­ar­heim­il­inu Grund með léttri söngdag­skrá í dag. Ásamt Kristjáni komu fram þau Þóra Ein­ars­dótt­ir, Giss­ur Páll Giss­ur­ar­son og Markó Beluzzi sem lék und­ir á pí­anó.

Á efn­is­skránni voru ís­lensk söng­lög sem og er­lend­ar perl­ur úr óperu­bók­mennt­un­um. Viðburðinum var einnig sjón­varpað í inn­an­hús­kerf­inu á Grund svo að sem flest­ir gætu notið söng­skemmt­un­ar­inn­ar.

Kristján er nú bú­sett­ur á Íslandi og mun dvelja hér næstu tvö árin. Hann hyggst halda upp á að þrjá­tíu ár eru liðin frá því að hann söng fyrst í óperu með veg­leg­um tón­leik­um í Há­skóla­bíói í lok nóv­em­ber. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert