Nauðungarsölu á 783 fasteignum hefur verið frestað hjá sýslumannsembættunum í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík.
Lög um frestun á nauðungarsölum renna út núna um mánaðamótin, en Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um að lögin verði framlengd til 31. janúar á næsta ári.
Tilgangurinn með frestuninni er að gefa skuldurum kost á að nýta sér þau úrræði sem í boði eru til að koma fjármálum sínum á réttan kjöl, t.d. með samningum við kröfuhafa eða greiðsluaðlögun.