Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þurfti að fjarlægja ísskáp úr íbúð í Reykjalundi eftir að þar kom upp ammoníaksleki. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var þar mikil og sterk ammoníakslykt og þurftu slökkviliðsmenn að fara í hlífðarbúnað svo hægt væri að fara inn og fjarlægja ísskápinn.
Íbúum varð ekki meint af og þurfti ekki að flytja neinn á sjúkrahús til athugunar en hættulegt getur verið að anda að sér ammoníaki.