Björn Zöega, forstjóri Landspítala, hvetur í föstudagspistli sínum, sem birtur er á vef spítalans í dag, , þá starfsmenn sem hafa náð þeim aldri að eiga lífeyrisréttindi, til að hugleiða að minnka starfshlutfall og taka út lífeyri á móti. Hann segir að með því móti væri hægt að milda áhrif kreppunnar á störf yngra fólks og hægt væri að verja sem flest störf innan spítalans.
Björn biður um þetta í framhaldi af því að hann segir unnið að því að útfæra breytingar sem verði kynntar upp úr miðjum nóvember.