Kári fær verðlaun fyrir rannsóknir í læknavísindum

Kári Stefánsson við verðlaunaafhendinguna.
Kári Stefánsson við verðlaunaafhendinguna.

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og pró­fess­or við Há­skóla Íslands tók í dag við And­ers Jahre verðlaun­un­um sem veitt eru ár­lega í viður­kenn­ing­ar­skyni fyr­ir framúrsk­ar­andi ár­ang­ur við rann­sókn­ir í lækna­vís­ind­um á Norður­lönd­um.

Kári er fyrst­ur Íslend­inga til að hlotn­ast þessi heiður og hlýt­ur hann verðlaun­in fyr­ir for­ystu­hlut­verk sitt í alþjóðleg­um rann­sókn­um á erfðafræðileg­um or­sök­um sjúk­dóma í mönn­um.

Til­kynnt var að Kári hlyti verðlaun­in í ág­úst síðastliðnum en af­hend­ing­ar­at­höfn­in fór fram nú síðdeg­is í viðhafn­ar­sal Osló­ar­há­skóla að viðstödd­um Nor­egs­kon­ungi.

Í til­kynn­ingu seg­ir að Jahre-verðlaun­in, sem kennd eru við norska viðskipta­jöf­ur­inn And­ers Jahre sem  hafa verið veitt frá ár­inu 1960 séu ein hin virt­ustu sem veitt eru fyr­ir fram­lög til lækna­vís­inda í Evr­ópu og þau stærstu á Norður­lönd­um en verðlauna­féð nem­ur einni millj­ón norskra króna.

Auk aðal­verðlaun­anna eru einnig veitt sér­stök verðlaun til ungra vís­inda­manna og deila Sví­inn And­ers Teng­holm og Finn­inn Jukka Westermarck þeim verðlaun­um þetta árið, báðir fyr­ir rann­sókn­ir sín­ar á sviði frumu­líf­fræði.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert