Leikjasíða á netinu skilaði mestum hagnaði

Inga María Guðmundsdóttir.
Inga María Guðmundsdóttir. mynd/bb.is

Einkahlutafélagið Dress up games skilaði mestum hagnaði á árinu samkvæmt álagningarskrá skattstjórans á Vestfjörðum. Félagið, sem er í eigu ísfirska bókasafnsfræðingsins Ingu Maríu Guðmundsdóttur, heldur úti vefsíðu sem virkar sem eins konar miðstöð fyrir alla þá sem gaman hafa af svokölluðum dúkkulísuleikjum.

Leikirnir eru stafræn útgáfa af gömlu úrklippu-dúkkulísunum. Vefurinn hefur verið starfræktur í yfir áratug en samkvæmt álagningarskránni greiðir félagið rúmar 15 milljónir í tekjuskatt af tekjum síðasta árs. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er tekjuskattur 15% af hagnaði sem þýðir að félagið hafi aflað rúmlega hundrað milljóna á árinu.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert