Misheppnaðar strandveiðar

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um strandveiðar. mbl.is/Jakob Fannar

Því var harðlega mót­mælt á aðal­fundi LÍÚ í dag, að svo­kallaðar strand­veiðar hafi tek­ist vel í sum­ar. Þvert á móti hafi þær verið eins mis­heppnaðar og efni stóðu til.

„Strand­veiðarn­ar stuðluðu ekki að nýliðun, ekki að bættri aflameðferð, ekki að bættu ör­yggi sjó­manna og stuðluðu alls ekki að sátt um fisk­veiðistjórn­ina," seg­ir í álykt­un aðal­fund­ar­ins, sem legg­ur til að strand­veiðar verði ekki heim­ilaðar áfram.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert