Því var harðlega mótmælt á aðalfundi LÍÚ í dag, að svokallaðar strandveiðar hafi tekist vel í sumar. Þvert á móti hafi þær verið eins misheppnaðar og efni stóðu til.
„Strandveiðarnar stuðluðu ekki að nýliðun, ekki að bættri aflameðferð, ekki að bættu öryggi sjómanna og stuðluðu alls ekki að sátt um fiskveiðistjórnina," segir í ályktun aðalfundarins, sem leggur til að strandveiðar verði ekki heimilaðar áfram.