Samið um úrræði vegna skuldavanda

Skrifað verður á morg­un und­ir samn­ing, sem stjórn­völd hafa gert við fjár­mála­fyr­ir­tæki, líf­eyr­is­sjóði og Íbúðalána­sjóð um úrræði vegna skulda­vanda ein­stak­linga og heim­ila og fram­kvæmd þeirra.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fé­lags­málaráðuneyt­inu er um að ræða greiðslu­jöfn­un fast­eigna­veðlána, greiðslu­jöfn­un bíla­lána og bíla­samn­inga og sam­komu­lag um sér­tæka skuldaaðlög­un.

Und­ir­ritað verður sam­komu­lag við öll fjár­mála­fyr­ir­tæki sem veitt hafa ein­stak­ling­um fast­eigna­veðlán. Mark­mið greiðslu­jöfn­un­ar þess­ara lána er greiðslu­byrði reglu­legra af­borg­ana færð aft­ur til þess sem hún var fyr­ir hrun.

Fé­lags­málaráðuneytið seg­ir, að með þaki á greiðslu­jöfn­un­ina sé tryggt að leng­ing láns vegna henn­ar um­fram gild­andi lána­samn­ing verði aldrei meiri en þrjú ár. Ef ein­hverj­ar eft­ir­stöðvar verða á lán­inu að þeim tíma liðnum verða þær felld­ar niður. Úrræðið er aðeins ætlað ein­stak­ling­um og heim­il­um. Rétt til greiðslu­jöfn­un­ar eiga ein­stak­ling­ar sem eru í skil­um og upp­fylla skil­yrði sam­komu­lags­ins að öðru leyti.

Sækja þarf um greiðslu­jöfn­un fast­eigna­veðlána í er­lendri mynt. Eigi greiðslu­jöfn­un að taka gildi á gjald­daga láns í des­em­ber þarf um­sókn að ber­ast viðkom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæki eigi síðar en 10 dög­um fyr­ir gjald­daga.

Greiðslu­jöfn­un bíla­lána og bíla­samn­inga

Und­ir­ritað verður sam­komu­lag við þá aðila sem veitt hafa bíla­lán og bíla­samn­inga, jafnt verðtryggð lán og samn­inga eða í er­lendri mynt. Rétt til greiðslu­jöfn­un­ar eiga ein­stak­ling­ar sem eru í skil­um og upp­fylla skil­yrði sam­komu­lags­ins að öðru leyti.

Mark­mið greiðslu­jöfn­un­ar þess­ara lána og samn­inga er að færa mánaðarlega greiðslu­byrði aft­ur til þess sem hún var fyr­ir hrun. Þriggja ára þak er á greiðslu­jöfn­un þess­ara lána/​samn­inga. Ef eft­ir­stöðvar eru ein­hverj­ar að þeim tíma liðnum þarf viðkom­andi að greiða þær að fullu eða skila bíln­um eins og skil­mál­ar kveða á um.

Sækja þarf um greiðslu­jöfn­un bíla­lána og bíla­samn­inga. Eigi greiðslu­jöfn­un að taka gildi á gjald­daga í des­em­ber þarf um­sókn að ber­ast viðkom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæki eigi síðar en 10 dög­um fyr­ir gjald­daga. 

Sam­komu­lag um sér­tæka skuldaaðlög­un

Und­ir­ritað verður sam­komu­lag um sér­tæka skuldaaðlög­un við öll fjár­mála­fyr­ir­tæki, líf­eyr­is­sjóði og Íbúðalána­sjóð.  

Sér­tæk skuldaaðlög­un er ætluð ein­stak­ling­um sem eiga í veru­leg­um greiðslu­erfiðleik­um þar sem full­reynt er að væg­ari úrræði nægja ekki til lausn­ar á vand­an­um. Skuldaaðlög­un fel­ur í sér samn­ing milli kröfu­hafa og lán­taka um leið til að laga skulda- og eigna­stöðu lán­tak­ans að greiðslu­getu hans. Lán­tak­inn greiðir af skuld­um sín­um eins og greiðslu­geta hans leyf­ir á samn­ings­tím­an­um en kröfu­haf­ar fall­ast á eft­ir­gjöf krafna, hlut­falls­lega lækk­un þeirra eða gjald­frest á þeim kröf­um sem eru um­fram greiðslu­getu.

Ein­stak­ling­ur sem leit­ar eft­ir skuldaaðlög­un skal snúa sér beint til aðalviðskipta­banka síns (banka eða spari­sjóðs) sem leiðir skuldaaðlög­un­ar­ferlið og telst því um­sjón­araðili. Með aðalviðskipta­banka er átt við þann banka eða spari­sjóð þar sem viðkom­andi er með laun­a­r­eikn­ing sinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert