Innköllun aflaheimilda um 5% á ári, sem stjórnvöld hafa í hyggju, setur íslenskan sjávarútveg að miklu leyti í þrot á fáum árum.
Við núverandi aðstæður getur greinin hins vegar staðið undir skuldum sínum sem eru 550 milljarðar króna en bókfært verðmæti aflaheimilda 200 milljarðar kr. Þetta kom fram í máli Þorvarðar Gunnarssonar, lögg. endurskoðanda hjá Deloitte, á aðalfundi LÍÚ í gær.
„Fyrning með 50% endurleigu myndi þýða greiðsluþrot félaganna á örfáum árum, þar sem handbært fé yrði fljótlega neikvæð stærð,“ sagði Þorvarður sem telur gjaldþrot í greininni þýða afskriftir hjá bönkum.
Nánar um sjávarútvegsmálin í Morgunblaðinu í dag.