Vilja veiða loðnu og meiri þorsk

Útvegsmenn vilja 50 þúsund tonna upphafskvóta á loðnu.
Útvegsmenn vilja 50 þúsund tonna upphafskvóta á loðnu.

Samþykkt var á aðal­fundi LÍÚ í dag að skora á sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að auka þorskafla­markið í 160 þúsund tonn eins og það var á síðasta ári. Þá vill LÍÚ að gef­inn verði út 50 þúsund tonna loðnu­kvóti og sett verði afla­mark á skip í mak­ríl­veiðum.

Í álykt­un fund­ar­ins seg­ir m.a. að eng­in áhætta væri tek­in með því að auka þorskkvót­ann  ekk­ert til­efni hafi verið til þess að minnka afla­markið um 10 þúsund lest­ir við nú­ver­andi aðstæður en þorskkvóti á ný­byrjuðu fisk­veiðiári er 150 þúsund tonn.

Þá seg­ir fund­ur­inn, að í ljósi breyttr­ar hegðunar á loðnu og óvissu um út­breiðslu stofns­ins sé lagt til við sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að hann ákveði þegar í stað 50 þúsund tonna rann­sókna­kvóta fyr­ir kom­andi vetr­ar­vertíð.

Um hval­veiðar sum­ars­ins seg­ir LÍÚ, að ný­af­staðin hval­veiðivertíð hafi verið ár­ang­urs­rík þar sem veidd­ar voru 125 langreyðar og 69 hrefn­ur.  Veiðar og vinnsla afurða hafi skapað 200 manns at­vinnu meðan á vertíðinni stóð.  Skoraði aðal­fund­ur LÍÚ á ráðherra að tryggja að áfram verði hægt að veiða hval við Ísland í anda ábyrgr­ar og skyn­sam­legr­ar nýt­ing­ar sjáv­ar­auðlinda. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert