1100 af skrá vegna svika á atvinnuleysisbótum

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Ell­efu hundruð ein­stak­ling­ar hafa verið tekn­ir út af at­vinnu­leys­is­skrá eða sett­ir á 40 daga bið, und­an­farna tvo mánuði í kjöl­far vinnustaðaeft­ir­lits Vinnu­mála­stofn­un­ar, mót­töku og úr­vinnslu nafn­lausra ábend­inga,  ra­f­rænna sam­keyrslna við ýms­ar op­in­ber­ar skrár ofl.

Þetta kom fram hjá Giss­uri Pét­urs­syni, for­stjóra Vinnu­mála­stofn­un­ar, á árs­fundi stofn­un­ar­inn­ar í gær. Giss­ur sagði að ný­verið hefði verið sett á lagg­irn­ar sér­stök eft­ir­lit­sein­ing sem fer með úr­vinnslu mála af þessu tagi. Þar eru nú fjór­ir starfs­menn og sagði Giss­ur að starf þeirra væri þegar farið að skila mikl­um ár­angri.

„Það er því miður alltaf svo að hluti þeirra sem til okk­ar leita gera það á fölsk­um for­send­um. Upp­fylla ekki skil­yrði lag­anna en leyna upp­lýs­ing­um eða gefa rang­ar og fá út­greidd­ar bæt­ur.  Það er svikið fé. Það er mik­ilsvirði að ná til þessa hóps til þess að skapa trú­verðug­leika og sam­stöðu þeirra sem und­ir þessu fram­færslu­kerfi standa – sem er fólkið í land­inu," sagði Giss­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert