1100 af skrá vegna svika á atvinnuleysisbótum

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Ellefu hundruð einstaklingar hafa verið teknir út af atvinnuleysisskrá eða settir á 40 daga bið, undanfarna tvo mánuði í kjölfar vinnustaðaeftirlits Vinnumálastofnunar, móttöku og úrvinnslu nafnlausra ábendinga,  rafrænna samkeyrslna við ýmsar opinberar skrár ofl.

Þetta kom fram hjá Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, á ársfundi stofnunarinnar í gær. Gissur sagði að nýverið hefði verið sett á laggirnar sérstök eftirlitseining sem fer með úrvinnslu mála af þessu tagi. Þar eru nú fjórir starfsmenn og sagði Gissur að starf þeirra væri þegar farið að skila miklum árangri.

„Það er því miður alltaf svo að hluti þeirra sem til okkar leita gera það á fölskum forsendum. Uppfylla ekki skilyrði laganna en leyna upplýsingum eða gefa rangar og fá útgreiddar bætur.  Það er svikið fé. Það er mikilsvirði að ná til þessa hóps til þess að skapa trúverðugleika og samstöðu þeirra sem undir þessu framfærslukerfi standa – sem er fólkið í landinu," sagði Gissur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert