46% telja að stjórnin lifi ekki

Forystumenn stjórnarflokkanna.
Forystumenn stjórnarflokkanna. Kristinn Ingvarsson

Um 46% svarenda í skoðanakönnun Gallup telur ólíklegt að núverandi ríkisstjórn lifi út kjörtímabilið. 40% telur það líklegt en 14% eru óviss. Þeir sem eldri eru telja líklegra að stjórnin lifi út kjörtímabilið en þeir sem eru yngri.

Eins og vænta má hafa stuðningsmenn stjórnarflokkanna almenn trú á að stjórnin lifi út kjörtímabilið, en fylgismenn stjórnarandstöðunnar telja það ólíklegt.

Gallup spurði líka umtraust til Evrópusambandsins. Rúm 44% bera
lítið traust til ESB, 30% bera hvorki mikið né lítið traust til ESB en fjórðungur ber mikið traust til ESB. Íbúar landsbyggðarinnar bera minna traust til ESB en íbúar höfuðborgarsvæðisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka