Uppboð hefjast í næstu viku á 56 íbúðum í fjölbýlishúsinu á Sjónarhóli 20 á Bifröst í Borgarfirði. Íbúðalánasjóður er gerðarbeiðandi uppboðanna sem eru tilkomin vegna langvarandi vanskila Selfells ehf., sem er þinglýstur eigandi byggingarinnar.
„Þetta mál tengist ekki skólanum en hefur eigi að síður valdið okkur ýmsum vanda,“ segir Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, í samtali við Morgunblaðið.
Háskólinn á Bifröst leysti nýlega til sín á annað hundrað íbúðir sem áður voru í eigu Mosturs, dótturfélags Nýsis hf. sem nú er gjaldþrota.
Nánar í Morgunblaðinu í dag.