Davíð fær ókeypis borgara

Búast má við að margir sem heita Davíð heimsæki Metro …
Búast má við að margir sem heita Davíð heimsæki Metro á sunnudag. Árni Torfason

Allir sem heita Davíð fá ókeypis hamborgara á nýja hamborgarastaðnum Metró á morgun, sunnudag. Sem kunnugt er verður um helgina hætt að selja McDonalds-hamborgara, en í stað þeirra verða seldir hamborgarar sem bera heitið Metro.

Í tilefni þessara breytinga ætlar Metro að bjóða öllum sem bera nafnið Davíð að fornafni eða millinafni ókeypis hamborgara milli kl. 13-22 á morgun, sunnudag.

Leiða má líkum að því að þetta tiltæki sé vísun í opnun McDonalds-staðarins, en það var einmitt Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, sem opnaði fyrsta McDonalds-hamborgarastaðinn á Íslandi árið 1993.

Tekið er fram í auglýsingu sem birtist í dagblöðunum í dag að nauðsynlegt sé að sýna skilríki áður en menn fá afgreiddan ókeypis hamborgara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert