Flensan í sókn á landsbyggðinni

Flensan er í sókn á landsbyggðinni en hefur náð hámarki …
Flensan er í sókn á landsbyggðinni en hefur náð hámarki í höfuðborginni.

Margt bendir til að á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri hafi svínaflensufaraldurinn náð hámarki. Þetta er mat fulltrúa Almannavarna og heilbrigðisþjónustunnar sem héldu sinn reglulega fund í gærmorgun.

Víða um land er flensan hins vegar í sókn, til dæmis á Húsavík. Starfsmenn heilsugæslustöðva sjá til dæmis glögg merki um að hlutfallslega fleiri börn veikist nú en áður. Hins vegar fækkar veikindatilfellum meðal fólks sem er 15 til 30 ára.

Á Landspítala voru í gær 43 flensusjúklingar, þar af 11 á gjörgæslu. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri eru þrír með flensu þessa stundina, þó enginn á gjörgæslu.

Nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert