Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Árni Sæberg

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins eykst um 4 pró­sentu­stig frá síðasta mánuði, sam­kvæmt Þjóðar­púlsi Gallups og sagt var frá í frétt­um RÚV. Fylgi flokks­ins er nú 33% og hef­ur ekki verið meira síðan í júní á síðasta ári.

Sam­fylk­ing­in mæl­ist 25% (26% í síðustu könn­un), Vinstri græn mæl­ast með 23% (22% síðast) og 16% segj­ast ætla að kjósa  Fram­sókn­ar­flokk­inn (18% ísíðustu könn­un)  en 3% nefna aðra flokka. Fylgi Sam­fylk­ing­ar lækk­ar því um eitt pró­sentu­stig frá fyrri mánuði, Vinstri græn hækka um eitt pró­sentu­stig en Fram­sókn dal­ar um tvö pró­sentu­stig.

48% svar­enda segj­ast styðja rík­is­stjórn­ina sem er svipað og í síðustu könn­un.

Niður­stöður eru úr net­könn­un sem Capacent Gallup gerði dag­ana 29. sept­em­ber – 29. októ­ber. Heild­ar­úr­taks­stærð var 4.931 manns af öllu land­inu og svar­hlut­fall var 59,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert