Hafa vísað 20 málum til FME

Tilkynnt var í dag um fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta.
Tilkynnt var í dag um fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta. Ljósmynd Golli

Seðlabank­inn hef­ur vísað til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um 20 mál­um þar sem grun­ur leik­ur á að lög um gjald­eyr­is­höft hafi verið brot­in. Fleiri mál eru til skoðunar í Seðlabank­an­um. Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri seg­ir að brot á regl­un­um sé al­var­leg­ur hlut­ur því að með þeim sé verið að veikja krón­una og tefja lækk­un vaxta.

Fram kom á blaðamanna­fundi í Seðlabank­an­um í dag að bæði ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki væru grunuð um brot á lög­um um gjald­eyr­is­höft. Seðlabank­inn ger­ir frum­rann­sókn ef grun­ur vak­ar um lög­brot, en síðan vís­ar hann mál­um til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem rann­sak­ar mál­in áfram.

Viður­lög við því að brjóta regl­ur um gjald­eyr­is­höft eru stjórn­vald­sekt­ir að há­marki 75 millj­ón­ir og allt að tveggja ára fang­elsi.

Már sagði að hagnaður af því að brjóta gjald­eyr­is­höft gæti verið mjög mik­ill, en mik­il­vægt væri að átta sig á að sá hagnaður væri tek­inn af ein­hverj­um. Þeir sem töpuðu væru þeir sem færu eft­ir regl­un­um. Brot á gjald­eyr­is­höft­um stuðluðu að veik­ari krónu og tefðu fyr­ir lækk­un vaxta.

Seðlabank­inn til­kynnti í dag um fyrsta skref í af­námi gjald­eyr­is­hafta, en opnað verður fyr­ir inn­streymi er­lends gjald­eyr­is til ný­fjár­fest­inga. Már sagði að Seðlabank­inn gerði sér grein fyr­ir að með þessu skrefi gætu opn­ast nýj­ar leiðir fyr­ir þá sem vilja fara í kring­um regl­urn­ar. Breyt­ing­arn­ar kölluðu því að aukið eft­ir­lit. Þegar væri búið að taka ákvörðun um efl­ingu gjald­eyris­eft­ir­lits Seðlabank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert