Lántökur á Evrusvæði helmingi lægri en hér

Evrur.
Evrur. Reuters

The Fin­ancial Times reyndi í gær að varpa ljósi á lán­tök­ur Íslands, Írlands og Bret­lands til að gera þær bæði skilj­an­legri og sýna fram á al­var­leika þeirra. Bent er á að oft sé sagt að lán­taka jafn­gildi ákveðinni pró­sentu af vergri lands­fram­leiðslu.

Sett er fram graf­ísk mynd af lán­tök­um land­anna auk nokk­urra annarra landa, þar sem skil­greint er hversu mikla byrði hver ein­stak­ling­ur í land­inu, ber af lán­tök­unni viku­lega í pund­um.

Sam­kvæmt mynd­inni hér, nema lán­tök­ur Íslend­inga um 51 pundi á mann á viku, eða rúm­um 10.000 krón­um. Hjá Bret­um nem­ur upp­hæðin um 56 pund­um á mann á viku á meðan að meðal tíma­kaup þar er rétt yfir tíu pund­un­um.

Fram kem­ur að bilið milli stærstu lán­tak­enda og annarra þjóða er veru­legt. Á Evru­svæðinu séu lán­tök­ur að meðaltali helm­ingi lægri en t.d. hjá Bret­um og Íslend­ing­um ef tekið er mið af mynd­inni sem sýn­ir lán­tök­ur per mann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka