Lekinn var frá Hamilton

Alexander Hamilton var sökkt var með tundurdufli þann 29. janúar …
Alexander Hamilton var sökkt var með tundurdufli þann 29. janúar árið 1942.

Staðfest­ing hef­ur feng­ist á að flak það sem fannst á hafs­botni í norðvest­an­verðum Faxa­flóa er banda­ríska varðskipið USCGC Al­ex­and­er Hamilt­on sem sökkt var með tund­ur­dufli þann 29. janú­ar árið 1942, skipið var fyrsta skip banda­ríska flot­ans sem var sökkt á Norður Atlants­hafi eft­ir árás­in á Pe­arl Har­bor þann 7. des­em­ber 1941.

Fyr­ir­tækið Haf­mynd sem ann­ast hef­ur eft­ir­vinnslu gagna hef­ur sent út niður­stöðu rann­sókn­ar­inn­ar sem hófst þegar olíu­brák frá flak­inu greind­ist í flugi TF-Sifjar, eft­ir­lits­flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar í byrj­un júlí.

Í frétt frá Land­helg­is­gæsl­unni seg­ir að frá upp­hafi hafi verið ljóst að meng­un­in átti upp­tök sín á hafs­botni. Farið var um svæðið með fjöl­geislamæli sjó­mæl­inga­báts­ins Bald­urs sem sýndi þúst á hafs­botn­in­um eða á 90 m dýpi sem var 8 m há, 97 m löng og 13 m breið. Í fram­hald­inu gerði Land­helg­is­gæsl­an út leiðang­ur í sam­starfi við fyr­ir­tæk­in Haf­mynd Gavia og köf­un­arþjón­ustu Árna Kóps­son­ar til að auðkenna flakið þar sem not­ast var við fjar­stýrðan kaf­bát og neðan­sjáv­ar­mynda­vél.

Sem fyrr seg­ir er nú úr­vinnslu gagna lokið, þegar þau eru bor­in sam­an við teikn­ing­ar og mynd­ir sem borist hafa frá banda­rísku strand­gæsl­unni er staðfest að flakið er Al­ex­and­er Hamilt­on.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert