Samningar vegna skulda heimila og einstaklinga undirritaðir

Árni Páll Árna­son, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra og Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra und­ir­rituðu í morg­un samn­inga við fjár­mála­fyr­ir­tæki, líf­eyr­is­sjóði og Íbúðalána­sjóð um úrræði vegna skulda­vanda ein­stak­linga og heim­ila og fram­kvæmd þeirra voru und­ir­ritaðir í fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneyt­inu í dag.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að sækja þarf um greiðslu­jöfn­un fast­eigna­veðlána í er­lendri mynt og sömu­leiðis um greiðslu­jöfn­un bíla­lána og bíla­samn­inga. Hins veg­ar verður greiðslu­jöfn­un sett sjálf­krafa á öll verðtryggð fast­eigna­veðlán sem eru í skil­um, frá og með gjald­daga í des­em­ber. Þeir sem ekki vilja greiðslu­jöfn­un þess­ara lána þurfa því að til­kynna það til lán­veit­anda síns fyr­ir 20. nóv­em­ber. Lán­tak­ar þurfa að hafa sam­band við lán­veit­anda ef lán eru ekki í skil­um og leita leiða til að koma láni í skil til að öðlast rétt til greiðslu­jöfn­un­ar.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir jafn­framt:

“Þótt fólk afþakki greiðslu­jöfn­un verðtryggðra fast­eigna­veðlána nú hef­ur fólk ekki fyr­ir­gert rétti sín­um til greiðslu­jöfn­un­ar, held­ur get­ur sótt um hana síðar, telji fólk það henta aðstæðum sín­um. Greiðslu­jöfn­un fast­eigna­veðlána í er­lendri mynt og greiðslu­jöfn­un bíla­lána og bíla­samn­inga þarf að sækja um sér­stak­lega og er hægt að gera það hvenær sem er. Um­sókn þarf að ber­ast með að lág­marki 10 daga fyr­ir­vara eigi hún að taka gildi á næsta ógreidda gjald­daga láns­ins. At­hygli er þó vak­in á því að greiðslu­jöfn­un bíla­lána og bíla­samn­inga verður í boði í tak­markaðan tíma, þ.e. frá 1. Nóv­em­ber 2009 til árs­loka 2010 og gild­ir úrræðið fyr­ir ein­stak­linga sem tóku bíla­lán eða gerðu bíla­samn­ing fyr­ir 1. Októ­ber 2008.

Lækk­un greiðslu­byrði vegna greiðslu­jöfn­un­ar

Lækk­un greiðslu­byrði af lán­um vegna greiðslu­jöfn­un­ar er nokkuð mis­mun­andi. Al­geng lækk­un á greiðslu­byrði láns í er­lendri mynt við upp­haf greiðslu­jöfn­un­ar er á bil­inu 20-35% en það ræðst af sam­setn­ingu mynt­körf­unn­ar sem lánið miðast við.

Al­mennt verður lækk­un greiðslu­byrði af verðtryggðum lán­um sem tek­in voru fyr­ir 1. Janú­ar 2008 um 17% miðað við gjald­daga í des­em­ber næst­kom­andi. Greiðslu­byrðin lækk­ar þó minna en þetta af lán­um sem eru með breyti­leg­um vöxt­um og eins ef lán­in hafa sætt skuld­skeyt­ingu.

Mik­il­vægt er að hver og einn meti hvort greiðslu­jöfn­un henti aðstæðum hans. Þetta úrræði er mik­il­vægt fyr­ir þá sem að óbreyttu eiga erfitt með að standa skil á af­borg­un­um lána sinna og hent­ar einnig þeim sem vilja auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur sín­ar. Hins veg­ar ber að hafa í huga að þegar upp er staðið fel­ur greiðslu­jöfn­un í sér auk­inn kostnað vegna vaxta og verðbóta. Nán­ari upp­lýs­ing­ar má sjá á vefn­um: http://​www.is­land.is

Hvað felst í greiðslu­jöfn­un?

Greiðslu­jöfn­un lána felst í því að af­borg­an­ir eru tengd­ar greiðslu­jöfn­un­ar­vísi­tölu sem Hag­stofa Íslands reikn­ar út mánaðarlega. Vísi­tal­an bygg­ist á launa­vísi­tölu sem veg­in er með at­vinnu­stigi. Höfuðstóll láns­ins er eft­ir sem áður verðtryggður/​geng­is­tryggður en mis­mun­ur­inn sem verður til vegna lægri af­borg­ana en ella fær­ist á jöfn­un­ar­reikn­ing sem veld­ur því að lánið leng­ist til að byrja með. Eft­ir því sem at­vinnu­ástand batn­ar og laun taka að hækka á ný mun greiðslu­jöfn­un­ar­vísi­tal­an hækka og þar með af­borg­an­ir af lán­un­um. Þar með tek­ur lánið að stytt­ast á ný.

Sett hef­ur verið þak á greiðslu­jöfn­un fast­eigna­veðlána sem trygg­ir að leng­ing þeirra vegna greiðslu­jöfn­un­ar verður aldrei meira en þrjú ár. Ef ein­hverj­ar eft­ir­stöðvar eru á lán­um að þess­um tíma liðnum verða þær felld­ar niður. Þriggja ára þak er einnig á greiðslu­jöfn­un vegna bíla­lána og bíla­samn­inga, en ef ein­hverj­ar eft­ir­stöðvar eru að þeim tíma liðnum þarf lán­taki að greiða þær upp eða skila bíln­um ella til lo­ka­upp­gjörs.

Sér­tæk skuldaaðlög­un

Sér­tæk skuldaaðlög­un er fyr­ir ein­stak­linga og heim­ili sem eiga í veru­leg­um greiðslu­erfiðleik­um þar sem full­reynt er að væg­ari úrræði nægja ekki til lausn­ar á vand­an­um. Skuldaaðlög­un fel­ur í sér samn­ing milli kröfu­hafa og lán­taka um leið til að laga skulda- og eigna­stöðu lán­tak­ans að greiðslu­getu hans. Lán­tak­inn greiðir af skuld­um sín­um eins og greiðslu­geta hans leyf­ir á samn­ings­tím­an­um en kröfu­haf­ar fall­ast á eft­ir­gjöf krafna, hlut­falls­lega lækk­un þeirra eða gjald­frest á þeim kröf­um sem eru um­fram greiðslu­getu.

Ein­stak­ling­ur sem leit­ar eft­ir skuldaaðlög­un skal snúa sér beint til aðalviðskipta­banka síns (banka eða spari­sjóðs) sem leiðir skuldaaðlög­un­ar­ferlið og telst því um­sjón­araðili. Með aðalviðskipta­banka er átt við þann banka eða spari­sjóð þar sem viðkom­andi er með laun­a­r­eikn­ing sinn.”  

Und­ir­ritaðir voru samn­ing­ar um:

Sam­komu­lag um beit­ingu greiðslu­jöfn­un­ar með þaki á leng­ingu láns­tíma fyr­ir verðtryggð fast­eigna­veðlán ein­stak­linga og fast­eigna­veðlán ein­stak­linga í er­lendri mynt , en sam­komu­lagið var und­ir­ritað af fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, efna­hags- og viðskiptaráðherra, Íslands­banka, NBI Lands­bank­an­um, Nýja Kaupþingi banka, Byr spari­sjóði, Sam­bandi ís­lenskra spari­sjóða, Kaupþingi banka hf. Slita­stjórn SPRON, Sam­tök­um fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) f.h. annarra aðild­ar­fé­laga sinna sem eru á íbúðalána­markaði, Lands­sam­tök­um líf­eyr­is­sjóða og Íbúðalána­sjóði.

Sam­komu­lag um beit­ingu greiðslu­jöfn­un­ar fyr­ir verðtryggð bíla­lán og bíla­samn­inga í er­lendri mynt, en sam­komu­lagið var und­ir­ritað af fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, efna­hags- og viðskiptaráðherra, for­svars­mönn­um Avant, Íslands­banka, Lýs­ing­ar, Sp-Fjár­mögn­un­ar og Trygg­inga­miðstöðinni.

Þá var einnig und­ir­ritað sam­komu­lag um verklags­regl­ur um sér­tæka skuldaaðlög­un ein­stak­linga, und­ir­ritað af Sam­tök­um fjár­mála­fyr­ir­tækja fyr­ir hönd aðild­ar­fyr­ir­tækja sinna, Íbúðalána­sjóði og Lands­sam­tök­um li­f­eyr­is­sjóða fyr­ir hönd aðild­ar­sjóða sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert