Skytta varð fyrir slysaskoti

Maðurinn varð fyrir slysaskoti.
Maðurinn varð fyrir slysaskoti. Morgunblaðið/ÞÖK

Rjúpnaskytta við veiðar á Bjarnarfelli í Laxárdal í Dölum varð fyrir slysaskoti í dag. Björgunarsveitin Ósk í Búðardal var kölluð út og er á leiðinni með manninn frá slysstað og niður á þjóðveg þar sem sjúkrabíll bíður hans. Ekki er vitað nánar um meiðsli skyttunnar að svo stöddu.

Maðurinn var staddur 400-600 metra upp í fjallinu þegar óhappið varð. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg kölluðu veiðifélagar mannsins eftir aðstoð í gegnum Neyðarlínu. Ekki er vitað um tildrög slyssins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert