Verða þrír skólar lagðir niður?

Borgarbyggð glímir við mikla fjárhagserfiðleika.
Borgarbyggð glímir við mikla fjárhagserfiðleika. Árni Sæberg

Hægt væri að spara um 100 millj­ón­ir í rekstri skóla í Borg­ar­byggð með því að leggja niður þrjá af fimm skól­um sem sveit­ar­fé­lagið rek­ur. Sveit­ar­stjórn Borg­ar­byggðar hef­ur boðað til al­mennra íbúa­funda í næstu viku til að ræða til­lög­ur um hagræðingu í fræðslu­mál­um.

Borg­ar­byggð glím­ir núna við mikl­ar fjár­hagserfi­leika. Tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins hafa dreg­ist sam­an, m.a. vegna erfiðleika í at­vinnu­lífi og skuld­ir þessa hafa hækka vegna falls geng­is krón­unn­ar. Eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga sendi Borg­ar­byggð bréf í lok síðasta árs þar sem óskað er eft­ir grein­ar­gerð um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­lags­ins.

Borg­ar­byggð rek­ur núna grunn­skóla á fimm stöðum, Borg­ar­nesi, Varmalandi, Klepp­járns­reykj­um, Hvann­eyri og Lauga­gerði. Í skýrslu um sparnað í fræðslu­mál­um eru lagðar fram til­lög­ur um tvær leiðir. Í ann­arri (Leið A) er gert ráð fyr­ir að all­ir skól­arn­ir verði rekn­ir áfram, en að há­marks­fjöldi í bekk verði hækkaður og ár­göng­um verði í ein­hverj­um til­vik­um slegið sam­an. Í leið B er lagt til að þrír skól­ar verði lagðir niður og skól­ar verði áfram rekn­ir í Borg­ar­nesi og annað hvort Varmalandi eða Klepp­járns­reykj­um. Áætlað er að með þess­ari leið sé hægt að spara 100 millj­ón­ir í rekstri. Ekki er reynt að leggja mat á sparnað í leið A

Í grunn­skól­um í Borg­ar­byggð eru núna starf­andi kenn­ar­ar í 59 stöðugild­um. Báðar leiðirn­ar sem nefnd­ar eru í skýrsl­unni gera ráð fyr­ir stöðugild­um fækki um 9-10.

Í skýrsl­unni er einnig að finna til­lög­ur um sparnað í leik­skól­um, tón­list­ar­skól­um og í tóm­stund­a­starfi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka