„Vekur tortryggni og óánægju“

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson.

„Ég óttast að inni í bönkunum sé verið að afskrifa hjá sumum og öðrum ekki. Og það skapar ógagnsæi og ójafnfræði,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, um mögulegar afskriftir hluta skulda Haga og móðurfélagsins, 1998 ehf., en þær nema tæplega 60 milljörðum króna. Greint hefur verið frá því að skriflegur samningur við Nýja Kaupþing um samstarf um fjármögnun félagsins liggi fyrir.

Í Morgunblaðinu í dag er greint frá því að eigendur 1998, þ.e. Jón Ásgeir Jóhannesson og fjölskylda, hafi nokkrar vikur til að koma með fjárframlag upp á 5-7 milljarða kr. inn í félagið til að geta haldið yfirráðum í Högum.

Höskuldur segir spurningar vakna um ójafnræði; að sumir fái niðurfærslu á meðan aðrir njóta ekki sömu kjara. "Þetta vekur tortryggni og óánægju, að verið sé að hygla einhverjum sem er hugsanlega tengdur einhverjum stjórnmálaflokkum. Þjóðfélagið hefur ekki gott af því," segir Höskuldur en fæst ekki til að skýra ummæli sín nánar. Hann segir aðferðarfræði bankana mismunandi og hann muni berjast fyrir því að málsmeðferðin verði gerð skýrari og gagnsærri.

Í Morgunblaðinu í dag kom einnig fram að stjórnarmenn í Nýja Kaupþingi vilja ekki tjá sig um málið né forstjóri bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert