40% ánægð með ákvörðun Ögmundar

Ögmundur Jónasson segir fréttamönnum að hann hafi sagt af sér …
Ögmundur Jónasson segir fréttamönnum að hann hafi sagt af sér ráðherraembætti. mbl.is/Ómar

Fjórir af hverjum tíu kjósendum eru ánægðir með ákvörðun Ögmundar Jónassonar að biðjast lausnar frá embætti heilbrigðisráðherra, að því er kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup og sagt var frá í fréttum Ríkisútvarpsins.

Rúmlega fjórðungur er óánægður með ákvörðun Ögmundar. Fram kom að stjórnarandstæðingar eru mun ánægðari með ákvörðun Ögmundar en stjórnarsinnar en fjórir af hverjum tíu kjósendum stjórnarflokkanna eru óánægðir.

Sex af hverjum tíu telja afsögn Ögmundar hafa veikt ríkisstjórnina en 11% telja ríkisstjórnina hins vegar hafa styrkst við brotthvarf hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert