Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjaneshrygg. Í morgun hafa orðið tveir öflugir skjálftar, 4,4 stig og 4,2 stig á Richter, á hafsbotni skammt frá Geirfuglaskeri samkvæmt sjálfvirkum skjálftalista á vef Veðurstofunnar.
Jarðskjálftahrinan hófst á áttunda tímanum í gærkvöldi og hefur verið stanslaus skjálftavirkni síðan. Skjálftar, sem urðu um klukkan 8 í morgun, eru þeir stærstu en alls hafa mælst 38 skjálftar yfir þrjú stig á Richter.