Slökkviliðið til bjargar

Lögreglan.
Lögreglan.

Bílvelta varð við Bryggjuhverfi í Reykjavík upp úr hádegi í dag. Þrír voru í bílnum sem lenti á toppnum en engin slys urðu á fólki. Slökkviliðið var hins vegar kallað til að hreinsa upp olíu og eldsneyti vegna eldhættu.

Þá var slökkviliðið einnig kallað út til að bjarga ketti sem hafði komist í sjálfheldu uppi á þaki nýbyggingar. Þar höfðu vinnupallar verið fjarlægðir á föstudag og hafði kötturinn ekki komist niður. Góðviljuð nágrannakona kallaði til slökkvilið eftir að útséð var með að kötturinn kæmist niður aftur af sjálfsdáðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert