ESA rannsakar viðskipti Faxaflóahafna

Hafnarsvæðið, Reykjavíkurhöfn myndir úr lofti
Hafnarsvæðið, Reykjavíkurhöfn myndir úr lofti Golli Kjartan Þorbjörnsson

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tilkynnt um formlega rannsókn á meintri ríkisaðstoð Faxaflóahafnir en nefndinni barst kvörtun varðandi einstök viðskipti milli félagsins og dótturfyrirtækja þess.

Nefndin lýsir efasemdum varðandi tvenn viðskipti, þar sem Faxaflóahafnir keypti hluti í annars vegar Dráttarbrautum Reykjavíkur og hins vegar í fyrirtækinu Stálsmiðjunni-Slippstöðinni (síðar Hafnarhús hf.). Telur eftirlitsnefndin vafa leika á því hvort það verð, sem Faxaflóahafnir greiddu, endurspegli markaðsverð fyrirtækjanna.

Eftirlitsnefndin hefur jafnframt ályktað að nokkur önnur viðskipti milli félagsins og dótturfyrirtækja þess falli ekki undir ríkisaðstoð eins og hún er skilgreind í EES samningnum.

Í tilkynningu frá eftirlitsnefnd EFTA segir að endanleg ákvörðun verði tekin eftir að farið hafi verið yfir athugasemdir frá ríkisstjórn Íslands og annarra sem hlut eiga að máli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert