Jarðskjálftar undan Reykjanesi

Fjöldi jarðskjálfa hefur orðið undan Reykjanesi í nótt. Kortið er …
Fjöldi jarðskjálfa hefur orðið undan Reykjanesi í nótt. Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar.

Fjöldi jarðskjálfta hefur orðið við Geirfugladrang og Eldeyjarboða vestur af Reykjanesi í nótt. Stærstu skjálftarnir eru um 4 stig á Richter að því er kemur fram á sjálfvirku skjálftayfirliti á vef Veðurstofunnar. 

Skjálftahrinan hófst á áttunda tímanum í gærkvöldi en snörpustu skjálftarnir urðu laust eftir miðnættið í nótt og mældist sá stærsti 4,1 stig á Richter.  

Alls hafa mælst 18 skjálftar 3 stig eða meira á Richter á svæðinu í nótt og morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert