Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, sagði í Silfri Egils í Sjónvarpinu í dag, að ef miðað væri við sömu forsendur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði sl. vetur, næmu erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins nú 434% af vergri landsframleiðslu.
Fram hefur komið hjá talsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að erlendar skuldir íslenska þjóðarbúsins séu 310% af vergri landsframleiðslu. Lilja sagði, að sú tala væri greinilega ekki byggð á sömu forsendum, og sjóðurinn notaði þegar hann reiknaði út í nóvember fyrir ári að skuldahlutfallið væri 240%.